Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 18.1.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að því að rekstraraðilar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli sökum takmarkana á opnunartíma veitingastaða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa takmarkananna gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Áætluð heildaráhrif á ríkissjóð eru háð nokkurri óvissu. Að hámarki er talið að kostnaður fyrir ríkissjóð gæti numið 3 milljörðum kr. en líklegra er talið að hann verði nær 1,5 milljörðum kr.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Skilgreining á veitingastöðum var látin ná til veitingarekstrar á vegum gististaða með vínveitingaleyfi (sem falla undir flokk IV skv. 3. mgr. 3 gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald). Styrktímabilið hefst í nóvember 2021 í stað desember 2021. Hafi rekstraraðila verið ákvarðaður viðspyrnu- eða lokunarstyrkur á sama tímabili og sótt er um styrk samkvæmt þessum lögum þá dregst hann frá styrknum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar