Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 14.1.2022
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja í veitingarekstri vegna áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru. Að styrkja viðspyrnu fyrirtækjanna þegar sóttvarnarráðstöfunum verður aflétt.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að frestun á staðgreiðslu launa og tryggingagjalds hafi í för með sér óveruleg áhrif á ríkissjóð. Ætla má að heildaráhrif af framlengingu umsóknarfrests viðspyrnustyrks vegna a.m.k. 40% tekjufalls í nóvember 2021 verði ekki meiri en 150 milljónir kr. Talsverð óvissa ríkir þó um matið þar sem ekki liggur fyrir endanlegt umfang þeirra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember sem sótt var um fyrir 1. janúar 2022.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Stöðum sem falla undir flokk IV skv. 3. mgr. 3. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er einnig heimiluð frestun á afdreginni staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi. Samþykkt var að gjalddagar greiðslna sem frestað er samkvæmt 1. og 2. gr. frumvarpsins eins og það var lagt fram skuli verða sex í stað fjögurra.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar