Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 15.12.2021
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið
Markmið: Að sameina, samræma og einfalda lagaákvæði fernra laga.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sameina fern lög sem fjalla um áhafnir skipa og með því einfalda lagaumhverfi um áhafnir skipa og setja ákvæði um þær í ein lög. Í nokkrum atriðum eru lagðar til efnisbreytingar frá ákvæðum laganna út frá þeirri reynslu sem skapast hefur eftir gildistöku laganna og breytingum samkvæmt alþjóðasamningum og EES-gerðum sem tekið hafa gildi gagnvart Íslandi síðan lögin tóku gildi. Í því skyni er lagt til að sjö EES-gerðir verði innleiddar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um bryta og matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum, nr. 50/1961, lög um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, lög um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007, og lög um lögskráningu sjómanna, nr. 35/2010.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Ekki er heldur gert ráð fyrir að heimild til stjórnvaldssekta, sem gæti aukið tekjur ríkissjóðs, verði beitt í miklum mæli.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Samgöngumál: Samgöngur | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur