Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 14.12.2021
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að efla almannavarnir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að færa lögreglustjórum í héraði, í ljósi stöðu þeirra sem aðgerðastjórar, beina aðkomu að gerð viðbragðsáætlana og hættumata. Þá er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði lögð niður og í hennar stað verði komið á fót þrepaskiptu kerfi við rýni að afléttu almannavarnastigi. Einnig er lagt til að skerpt verði á hugtökum á sviði almannavarna til að skilgreina betur hvenær valdheimildir almannavarnayfirvalda eru virkjaðar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannavarnir, nr. 82/2008.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Uppbygging innviða. Samantekt átakshóps um úrbætur á innviðum, 28. febrúar 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd