Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

169 | Fjarskipti o.fl. (áfallaþol fjarskiptaþjónustu og fjarskiptaneta)

152. þing | 10.12.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að vernd almannahagsmuna og auknu þjóðaröryggi á sviði fjarskipta.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ítarlegri kröfur verði gerðar til fjarskiptafyrirtækja um áhættustýringu og viðbúnað, ekki síst hvað varðar útvistun rekstrarþátta út fyrir íslenska lögsögu. Gert er ráð fyrir að lögfest verði ákvæði er lýtur að staðsetningu fjarskiptaneta og að skýrar verði kveðið á um eftirlitsheimildir Fjarskiptastofu og hlutverk stofnunarinnar er varðar almannahagsmuni og þjóðaröryggi. Loks er lagt til að ráðherra geti bundið erlenda fjárfestingu skilyrðum til þess að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi landsins, gengið gegn allsherjarreglu, almannaöryggi o.s.frv.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjarskipti, nr. 81/2003.

Lög um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021.
Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om elektroniske kommunikationsnet og -tjenester LBK nr 128 af 07/02/2014.

Lov om screening af visse udenlandske direkte investeringer m.v. i Danmark (investeringsscreeningsloven) LOV nr 842 af 10/05/2021.

Finnland
Lag om tjänster inom elektronisk kommunikation 7.11.2014/917.

Lag om tillsyn över utlänningars företagsköp 13.4.2012/172.

Noregur
Lov om elektronisk kommunikasjon (ekomloven) LOV-2021-06-18-131.

Lov om nasjonal sikkerhet (sikkerhetsloven) LOV-2018-06-01-24.
Sjá einkum 10. kafla.

Svíþjóð
Lag om elektronisk kommunikation (2003:389).

Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að kröfur varðandi útvistun rekstrarþátta voru einskorðaðar við starfsemi sem nauðsynleg er fyrir virkni, vernd eða stjórnun fjarskipta.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 171 | 10.12.2021
Þingskjal 496 | 9.2.2022
Þingskjal 502 | 10.2.2022

Umsagnir

Míla ehf. (umsögn)
Nova ehf. (umsögn)
Nova ehf. (umsögn)
Síminn hf (umsögn)
Sýn hf. (umsögn)
Sýn hf. (umsögn)