Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

168 | Jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna (fjölgun mismununarþátta)

152. þing | 10.12.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bætt verði við lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna mismununarþáttunum trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018.

Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, nr. 86/2018.
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
Lög um stjórnsýslu jafnréttismála, nr. 151/2020.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Finnland
Diskrimineringslag 30.12.2014/1325.

Noregur
Lov om likestilling og forbud mot diskriminering (likestillings- og diskrimineringsloven) LOV-2017-06-16-51.

Svíþjóð
Diskrimineringslag (2008:567).

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 170 | 10.12.2021
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 867 | 5.4.2022
Þingskjal 1121 | 31.5.2022
Þingskjal 1281 | 14.6.2022
Þingskjal 1375 | 15.6.2022

Umsagnir