Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

164 | Fjárhagslegar viðmiðanir o.fl. (fjárhagslegar viðmiðanir og lykilupplýsingaskjöl)

152. þing | 10.12.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evrópureglugerð nr. 2021/168 um breytingu á reglugerð nr. 2016/1011 að því er varðar undanþágu tiltekinna stundargengisviðmiðana þriðju landa og tilgreiningu á endurnýjun tiltekinna viðmiðana sem látið hefur verið af, og um breytingu á reglugerð nr. 648/2012.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á lögum sem fjalla um vísitölur á fjármálamarkaði til að forðast óvissu um hvað komi í stað vísitalna sem hætt verður að birta eftir lok árs 2021. Þá er lagt til að framlengd verði til ársloka 2022 undanþága frá lögum um upplýsingagjöf til fjárfesta. Breytingarnar endurspegla nýlegar breytingar á Evrópugerðum sem lögin byggjast á.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021.

Lög um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta, nr. 55/2021.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/168 frá 10. febrúar 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 að því er varðar undanþágu tiltekinna stundargengisviðmiðana þriðju landa og tilgreiningu á endurnýjun tiltekinna viðmiðana sem látið hefur verið af, og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 166 | 10.12.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 254 | 28.12.2021
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir
Þingskjal 282 | 29.12.2021
Þingskjal 291 | 28.12.2021

Umsagnir