Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

154 | Loftferðir (framlenging gildistíma)

152. þing | 9.12.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að takmarka komur farþega sem eru smitaðir af COVID-19 og draga þar með úr líkum á því að smit berist inn í samfélagið um landamærin með tilheyrandi heilsufarslegum og efnahagslegum afleiðingum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða í lögum um loftferðir verði framlengdur til 1. júlí 2022. Ákvæðið kveður á um heimild ráðherra, þegar hætta er á að farsóttir berist til eða frá Íslandi, og almannaheilbrigði krefst, til þess að kveða á um tímabundnar skyldur flugrekenda/umráðenda loftfara með reglugerð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um loftferðir, nr. 60/1998.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum efnislegum breytingum á bráðabirgðaákvæðinu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 156 | 9.12.2021
Þingskjal 284 | 29.12.2021
Þingskjal 293 | 28.12.2021

Umsagnir