Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
152. þing
| 1.12.2021
| Lagafrumvarp
Umsagnir: 137 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (17.1.2022)
Markmið: Að banna blóðmerahald.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bannað verði að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að selja það eða vinna úr því hormónið PMSG (Pregnant Mare Serum Gonadotropin) eða nokkra aðra vöru til sölu. Þá er lagt til að brot gegn því banni varði sektum eða fangelsi allt að einu ári.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um velferð dýra, nr. 55/2013.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd