Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

137 | Tekjuskattur (samsköttun)

152. þing | 7.12.2021 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að rýmka reglur um samsköttun og nýtingu eftirstöðva rekstrartaps félaga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að dótturfélögum félaga í EES-ríkjum eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Þá er lagt til að heimila innlendum móðurfélögum að óska eftir takmarkaðri samsköttun með dótturfélögum sínum skráðum innan eins EES-ríkis eða í Færeyjum enda séu öll almenn skilyrði samsköttunar uppfyllt. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Kostnaður og tekjur: Talið er að ákvæði frumvarpsins um samsköttun muni hafa einhvern aukinn kostnað fyrir ríkissjóð í för með sér, a.m.k. til skemmri tíma litið, þar sem opnað er fyrir samsköttun með innlendum hluta samstæðna sem ná út fyrir landsteinana og nýtingu endanlegs taps hjá erlendu samstæðufélagi. Að sama skapi munu ákvæði frumvarpsins nýtast þeim fyrirtækjum sem þau taka til. Engin leið er þó að meta þau áhrif í krónum á þessu stigi en þau munu koma fram sem lækkun á tekjuskatti lögaðila vegna samnýtingar og nýtingar á rekstrartapi innan samstæðunnar strax, sem ella hefði komið fram á lengri tíma.

Aðrar upplýsingar: Upplýsingabeiðni frá Eftirlitsstofnun EFTA um samsköttun félaga og nýtingu eftirstöðva rekstrartaps, 7. apríl 2016.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum tæknilegum breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 139 | 7.12.2021
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 207 | 21.12.2021
Þingskjal 281 | 29.12.2021
Þingskjal 290 | 28.12.2021

Umsagnir

KPMG ehf. (umsögn)