Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

814 | Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar

150. þing | 15.5.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að koma á fót tímabundnu úrræði, sem flest fyrirtæki geti nýtt sér og þar með verið í greiðsluskjóli á meðan unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til nýtt úrræði um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja. Auk þess eru lagðar til varanlegar breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. þess efnis að nauðasamningur geti einnig náð til samningsveðkrafna. Verði frumvarpið að lögum munu atvinnufyrirtæki geta nýtt sér úrræðið og komist í greiðsluskjól í allt að eitt ár. Á þeim tíma verður ekki komið fram vanefndaúrræðum auk þess sem greiðslur munu ekki fara fram á gjalddögum krafna. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.

Kostnaður og tekjur:

Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif frumvarpsins en gangi markmið þess eftir þykir ljóst að til lengri tíma verði fjárhagslegur og samfélagslegur ávinningur mun meiri en hugsanleg tímabundin neikvæð áhrif frumvarpsins. 

Aðrar upplýsingar: Framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki--tillögur ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru 28. apríl 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1428 | 15.5.2020
Þingskjal 1691 | 12.6.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1692 | 12.6.2020
Þingskjal 1709 | 18.6.2020
Þingskjal 1724 | 16.6.2020

Umsagnir