Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

813 | Atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa (framlenging hlutabótaleiðar)

150. þing | 15.5.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt þrátt fyrir tímabundnar þrengingar á vinnumarkaði. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að framlengd verði heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta til launamanna samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda sem og heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta til sjálfstætt starfandi einstaklinga vegna verulegs samdráttar í rekstri.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.

Lög um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að fjöldi einstaklinga, sem sækja mun um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli á gildistíma frumvarpsins, verði á bilinu 20-25 þúsund og áætlaður kostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við lengingu úrræðisins er því frá 12,9 milljörðum kr. til 16,1 milljarðs kr. 

Aðrar upplýsingar: Framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki--tillögur ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru 28. apríl 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum, m.a. þeirri að vinnuveitandi skal staðfesta að hann hafi staðið skil á skattframtali og fylgigögnum þess, þ.m.t. skýrslu um eignarhald á CFC-félagi og öðrum skýrslum og skilagreinum, s.s. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum, til Skattsins sl. þrjú ár áður en umsókn barst eða síðan hann hóf starfsemi ef það var síðar. Að auki skal vinnuveitandi, eftir því sem við á og á sama tímabili, hafa staðið skil á ársreikningum og upplýst um raunverulega eigendur.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 1427 | 15.5.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1545 | 28.5.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1546 | 28.5.2020
Þingskjal 1557 | 29.5.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1560 | 29.5.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1561 | 29.5.2020
Þingskjal 1568 | 2.6.2020
Þingskjal 1570 | 29.5.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 22.5.2020
BSRB (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.5.2020
Persónuvernd (umsögn)