Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 10 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til ríkissjóður greiði hluta launakostnaðar atvinnurekenda á uppsagnarfresti launþega til þess að draga úr líkum á fjöldagjaldþrotum fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að þessi fjárstuðningur verði bundinn ákveðnum skilyrðum. Þá er gert ráð fyrir að þeir launamenn sem sagt er upp störfum skuli hafa forgang að sambærilegu starfi hjá fyrirtækinu skyldi hagur þess vænkast innan ákveðins tíma. Við slíka ráðningu myndu þeir áfram njóta þeirra réttinda sem þeir höfðu áunnið sér í starfi áður en til uppsagnar kom.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með töluverðum breytingum, s.s. þeim að upphafsdegi viðmiðunartímabils tekjufalls var breytt úr 1. mars 2020 í 1. apríl 2020 og komi til endurráðningar launamanns innan sex mánaða skal hann halda sömu kjörum, sem hann hafði þegar honum var sagt upp, í samræmi við ráðningarsamning. Enn fremur verður Skattinum gert skylt að birta upplýsingar um hvaða atvinnurekendum hefur verið ákvarðaður stuðningur úr ríkissjóði samkvæmt lögunum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins