Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

735 | Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu

150. þing | 28.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að koma á fót sérstöku félagi sem mun halda utan um fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og hrinda þeirri uppbyggingu í framkvæmd, þ.m.t. innviðum almenningssamgangna, til 15 ára. Að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með uppbyggingu skilvirkra, hagkvæmra, öruggra og umhverfisvænna samgönguinnviða.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra sé heimilt að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu með Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Kveðið er á um hlutverk og verkefni félagsins, sem snýr að utanumhaldi og uppbyggingu samgönguinnviða, sem áætlað er að standi a.m.k. fram til ársins 2033. Þá er einnig að finna ákvæði um hlutafé, stjórn, heimildir til lántöku og slit félagsins ásamt ákvæðum um heimildir félagsins til samningsgerðar um uppbyggingu innviða og ákvæði um yfirtöku og þróun lands í eigu ríkisins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur:

Beint heildarframlag ríkisins er áætlað 45 milljarðar kr. að lágmarki til og með 2033. Bein framlög sveitarfélaganna verða samtals einn milljarður kr. á ári eða 15 milljarðar kr. á tímabilinu, þ.e. til og með 2033. Samkvæmt samgöngusáttmálanum er gert ráð fyrir að flýti- og umferðargjöld verði tekin upp með sérstakri lagasetningu til að standa undir hluta af fjármögnun verkefnisins eða um 60 (nettó) milljarðar kr. Er gjöldunum ætlað að standa straum af stofnframkvæmdum, fjármögnun og afleiddum kostnaði. Aðrir fjármögnunarkostir verða þó einnig skoðaðir samhliða orkuskiptum og endurskoðuð skattlagning á ökutæki og eldsneyti, enda raski það ekki fjármögnun framkvæmdaáætlunar. Í stað flýti- og umferðargjalda kemur einnig til greina að ríkið fjármagni þennan hluta uppbyggingarinnar með sérstökum framlögum vegna eignasölu.

Aðrar upplýsingar: Sáttmáli um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 1277 | 28.4.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1648 | 8.6.2020
Þingskjal 1666 | 9.6.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1874 | 26.6.2020
Þingskjal 1881 | 26.6.2020
Þingskjal 1934 | 17.8.2020
Þingskjal 1946 | 29.6.2020

Umsagnir

Fjárlaganefnd | 27.5.2020
Ríkisendurskoðun (umsögn)
Fjárlaganefnd | 5.6.2020
Skipulagsstofnun (umsögn)