Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra sé heimilt að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu með Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ. Kveðið er á um hlutverk og verkefni félagsins, sem snýr að utanumhaldi og uppbyggingu samgönguinnviða, sem áætlað er að standi a.m.k. fram til ársins 2033. Þá er einnig að finna ákvæði um hlutafé, stjórn, heimildir til lántöku og slit félagsins ásamt ákvæðum um heimildir félagsins til samningsgerðar um uppbyggingu innviða og ákvæði um yfirtöku og þróun lands í eigu ríkisins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar: Sáttmáli um uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Samgöngumál: Samgöngur | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál