Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

734 | Svæðisbundin flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara)

150. þing | 27.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja að þjónusta með olíuvörur haldi áfram í viðkvæmum byggðum, a.m.k. á meðan orkuskiptin fara fram.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara verði felld úr gildi. Með því móti er það stjórnskipulag, sem byggt hefur verið upp í kringum flutningsjöfnunarsjóð olíuvara, afnumið og hætt verður að leggja sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur, sem fluttar eru til landsins og ætlaðar eru til nota innanlands. Þá eru lagðar til breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Lagt er til að veitt verði lagastoð fyrir því fyrirkomulagi að Byggðastofnun annist úthlutun styrkja vegna flutningskostnaðar olíuvara. Einnig er lagt til að styrkir verði veittir til söluaðila sem starfrækja sölustaði á svæðum, sem standa höllum fæti í byggðalegu tilliti og búa við skerta samkeppni af landfræðilegum og lýðfræðilegum ástæðum. Að auki er gert ráð fyrir að Byggðastofnun annist úthlutun styrkja og að þeir verði ákvarðaðir í samræmi við þá heildarfjárhæð sem fyrirhugað er að veita til jöfnunar á flutningskostnaði olíuvara í fjárlögum ár hvert, selt magn olíuvara á viðkomandi sölustað og staðsetningu sölustaðar í byggðalegu tilliti með sérstökum byggðastuðli fyrir hvert svæði eða byggðalag fyrir sig, sem ákvarðaður skal í reglugerð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011.


Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1269 | 27.4.2020
Þingskjal 1737 | 16.6.2020
Þingskjal 1740 | 18.6.2020
Flutningsmenn: Björn Leví Gunnarsson
Þingskjal 1939 | 17.8.2020
Þingskjal 1961 | 29.6.2020

Umsagnir

N1 hf. (umsögn)