Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

728 | Matvælasjóður

150. þing | 21.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja verðmætasköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla. Frumvarpið er liður í ráðstöfunum hins opinbera til örvunar hagkerfisins í framhaldi af samdrætti sem orðið hefur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar (SARS-CoV-2) sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að settur verði á fót nýr sjóður, Matvælasjóður, til að styrkja verðmætasköpun í þróun, vinnslu og markaðssetningu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Jafnframt verði AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi sem og Framleiðnisjóður landbúnaðarins lagðir niður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á búnaðarlögum, nr. 70/1998, lögum um skattskyldu lánastofnana, nr. 65/1982, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, og lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Þann 31. desember 2020 falla svo úr gildi lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir fjárhagsáhrifum á ríkissjóð þar sem gert er ráð fyrir að kostnaði verði forgangsraðað innan viðkomandi útgjaldaramma málefnasviðs atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í fjármálaáætlun. Hins vegar er gert ráð fyrir að í fjáraukalögum 2020 verði 500 milljóna kr. viðbótarfjármagni varið til sjóðsins.

Aðrar upplýsingar: Varnir, vernd og viðspyrna gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum - Framhaldsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldrus kórónuveiru (21. apríl 2020).

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1257 | 21.4.2020
Þingskjal 1270 | 27.4.2020
Þingskjal 1274 | 28.4.2020
Þingskjal 1283 | 30.4.2020
Þingskjal 1285 | 28.4.2020

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 23.4.2020
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 25.4.2020
Samtök iðnaðarins (athugasemd)