Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
150. þing
| 21.4.2020
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 29 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið
Markmið: Að draga úr tjóni, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur: Lagabreytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu munu hafa neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs til skemmri tíma litið verði frumvarpið óbreytt að lögum. Gróflega má áætla að tillaga frumvarpsins er lýtur að nýtingu rekstrartaps með afturvirkum hætti geti lækkað tekjur ríkissjóðs um allt að 13 milljarða kr. á þessu ári. Til lengri tíma litið jafnast það út og hefur takmörkuð fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð þar sem gert er ráð fyrir að fyrirtæki muni eiga minna yfirfæranlegt tap á móti hagnaði næstu ára og greiða þar af leiðandi fyrr tekjuskatt á ný en ella. Umfang fjárhagslegrar endurskipulagningar lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri næstu ár er erfitt að meta að svo stöddu og þar með hvaða áhrif frestun og möguleg eftirgjöf skattlagningar vegna niðurfærslu skulda kunni að hafa á ríkissjóð. Hækkun á frádráttarhlutfalli frá álögðum tekjuskatti nýsköpunarfyrirtækja vegna útlagðs kostnaðar þeirra af rannsóknar- og þróunarverkefnum leiðir til þess að stuðningur við fyrirtækin í formi skuldajöfnunar á tekjuskatti og beinna endurgreiðslna eykst árin 2021 og 2022 vegna rekstraráranna 2020 og 2021. Hækkun á hámarksfjárhæðum frádráttarbærs kostnaðar hefur viðbótaráhrif til hækkunar á stuðningnum. Samanlagt má áætla að stuðningurinn aukist um 3 milljarða kr. Sé tekið mið af fyrirliggjandi áætlunum sveitarfélaga um framkvæmdir á árinu 2020 og sé enn fremur litið til endurgreiðslna samkvæmt hliðstæðri heimild sem var í gildi á árunum 2009–2014 má áætla að endurgreiðslur til sveitarfélaga skv. 3. gr. frumvarpsins gætu orðið um 1 milljarður kr. sem dreifast muni á árin 2020 og 2021. Ekki eru forsendur til að leggja mat á á hugsanlegan fjölda þeirra sem sæta gætu sóttkví fram til 30. september 2020 og þar með átt rétt á greiðslum í samræmi við frumvarpið. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla verði allt að 350 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með töluverðum breytingum. Skattinum verður ekki gert að leggja fram álagningarskrá fyrir hvert sveitarfélag að lokinni álagningu skattaðila á árinu 2020. Gerðar voru breytingar á hlutfalli skattfrádráttar og hámarksfjárhæða með það að markmiði að styðja enn frekar við íslenskt nýsköpunarumhverfi. Þá var aukið við hvata til einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Afmarkað var nánar eftir hvaða reglum og viðmiðum ráðherra ætti að fara við mótun reglugerðar um sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Samanlögðum listamannalaunum árið 2020 var fjölgað tímabundið úr 1.600 mánaðarlaunum í 2.200.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti