Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

716 | Utanríkisþjónusta Íslands (skipun embættismanna o.fl.)

150. þing | 11.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 3 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að samræma að nokkru leyti reglur um starfsmenn utanríkisþjónustunnar þeim reglum sem almennt gilda um ríkisstarfsmenn.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að auglýst skuli í laus embætti ráðuneytisstjóra og sendiherra og þannig yrði framvegis miðað við að enginn taki við starfi sem embættismaður í utanríkisþjónustunni án auglýsingar og hæfnismats. Að auki er lagt til að kveðið verði á um fjölda þeirra sem gegna embættum á þessum grunni og settar verði reglur um almenn hæfisskilyrði þeirra þar sem krafist er háskólamenntunar og reynslu í alþjóða- og utanríkismálum. Einnig er lagt til að ráðherra verði heimilað að skipa einstakling tímabundið í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst. Gert er ráð fyrir að sendifulltrúum verði gert kleift að gegna embætti sendiherra tímabundið meðan þeir veita sendiskrifstofu forstöðu án þess að auglýsa þurfi embættið laust til umsóknar. Þá er lagt til að settar verði skorður við fjölda þeirra sem gegna tímabundnu sendiherraembætti. Enn fremur er lagt til að settar verði reglur sem miða að því að skýra uppbyggingu utanríkisþjónustunnar í ráðuneyti og sendiskrifstofur. Lagt er til að kveðið verði á um réttarstöðu þeirra sem voru skipaðir eða settir í embætti fyrir gildistöku laganna þannig að réttlætis og sanngirni sé gætt og tillit tekið til sjónarmiða um að forðast beri afturvirk áhrif lagabreytinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að áhrif á útgjöld ríkissjóð verði óveruleg.

Aðrar upplýsingar: Utanríkisþjónusta til framtíðar: Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi. Utanríkisráðuneytið, 1. september 2017.

Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1227 | 11.4.2020
Þingskjal 1802 | 24.6.2020
Þingskjal 1866 | 25.6.2020

Umsagnir