Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

714 | Breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu

150. þing | 2.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda regluverk á sviði landbúnaðar og matvæla.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að felld verði niður 12 lög í heild sinni. Lagt er til að stjórnsýsla verði gerð skilvirkari með því að afnema milligöngu ráðuneytisins og staðfestingu ráðherra. Þá er lögð til einföldun á stjórnsýslu við sauðfjármerkingar. Einnig er lagt til að lögbundið kerfi flokkunar og mats á ull verði fellt niður. Lagt er til að markanefnd, yrkisréttarnefnd og gærumatsnefnd verði aflagðar. Að auki er lögð til lenging á skipunartíma verðlagsnefndar með það að markmiði að nefndarstörf verði markvissari og minni tími fari í umsýslu vegna tilnefninga í nefndina og skipunar hennar. Lagt er til að starfsleyfisskylda vegna frumframleiðslu falli niður hjá matvælafyrirtækjum, sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi samkvæmt lögum um fiskeldi. Þá er lagt til að niður falli tilkynningaskylda innflytjenda og framleiðenda fóðurs á EES-svæðinu, að undanskildu lyfjablönduðu fóðri, fóðuraukaefnum og forblöndum þeirra.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lögð er til niðurfelling 12 úreltra og óþarfra laga. Enn fremur eru lagðar til breytingar á níu lögum.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður

Þingskjöl

Þingskjal 1222 | 2.4.2020
Þingskjal 1893 | 29.6.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1894 | 29.6.2020
Þingskjal 1920 | 29.6.2020
Þingskjal 1964 | 30.6.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Friðriksson
Þingskjal 1967 | 17.8.2020
Þingskjal 1979 | 30.6.2020

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 20.5.2020
Matvælastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2020