Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

710 | Kyrrsetning, lögbann o.fl. (lögbann á tjáningu)

150. þing | 2.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (29.5.2020)

Samantekt

Markmið: Að styrkja tjáningarfrelsi og lýðræðislega umræðu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, komi ákvæði er skýri nánar málsmeðferð fyrir sýslumanni og einfaldi hana. Lagt er til að ávallt skuli lögð fram trygging til bráðabirgða þegar farið er fram á lögbann við birtingu efnis. Einnig er lagt til að frestir við meðferð sýslumanns verði takmarkaðir eins og unnt er og einungis veittir í undantekningartilfellum. Þá er lagt til að um staðfestingarmál í kjölfar lögbanns fari samkvæmt ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, um flýtimeðferð einkamála, eftir því sem við á. Lagðar eru til strangari bótareglur í málum er varða lögbannsbeiðnir vegna birtingar efnis og dómara heimilað að dæma bætur að álitum vegna þess tjóns sem varð er birting efnis var hindruð vegna lögbanns eða beiðni um það.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1218 | 2.4.2020