Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að ljúka við að innleiða í íslenskan rétt ákvæði fimmtu peningaþvættistilskipunar ESB.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gildissvið laganna verði útvíkkað og muni ná til lánveitenda og lánamiðlara og fríhafna sem eiga í viðskiptum með listmuni. Lögð er til breyting á skilgreiningu einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla þannig að í þeim hópi verði einstaklingar í stjórnum stjórnmálaflokka í stað framkvæmdastjórna eins og nú er. Lagt er til að settar verði skorður við nafnlausri notkun fyrirframgreiddra korta. Rafeyrisfyrirtæki og greiðsluþjónustuveitendur, sem veita þjónustu hér á landi án stofnunar útibús, munu þurfa að tilnefna miðlægan tengilið. Lagt er til að komið verði á fót skrá um bankareikninga þar sem stjórnvöld, sem sinna rannsókn mála sem tengjast peningaþvætti, geta milliliðalaust nálgast upplýsingar um bankareikninga og geymsluhólf einstaklinga og lögaðila. Ríkisskattstjóri mun hafa eftirlit með almannaheillafélögum sem falla undir gildissvið laga um skráningarskyldu félaga til almannaheilla yfir landamæri og lagt er til að í lögum um skráningu raunverulegra eigenda verði skráningarskyldum aðilum gert skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja réttar upplýsingar um raunverulega eigendur og að raunverulegum eigendum verði skylt að veita upplýsingar að beiðni skráningarskylds aðila.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti