Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

708 | Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar)

150. þing | 2.4.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda framkvæmd fjárhagslegs stuðnings ríkisins við þjóðkirkjuna og auka sjálfstæði hennar í fjármálum og starfsmannamálum með því að einfalda lagaumhverfi fjárhagslegra tengsla ríkis og kirkju varðandi greiðslur til þjóðkirkjunnar úr ríkissjóði. Ráðstafanirnar eru í samræmi við viðbótarsamning milli þjóðkirkjunnar og íslenska ríkisins, sem undirritaður var 6. september 2019.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Kristnisjóður, Jöfnunarsjóður sókna, Kirkjumálasjóður og héraðssjóðir verði aflagðir. Í stað sérstakra framlaga úr ríkissjóði til þessara sjóða kæmi árleg fjárhæð til þjóðkirkjunnar.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997.
Lög um Kristnisjóð, o.fl., nr. 35/1970.
Lög um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.
Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993.

Við gildistöku laganna falla brott lög um kirkjumálasjóð, nr. 138/1993.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir fjárhagslegum áhrifum á ríkissjóð svo nokkru nemi verði frumvarpið óbreytt að lögum.

Aðrar upplýsingar: Viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar og viljayfirlýsing frá 6. sept. 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan

Þingskjöl

Þingskjal 1216 | 2.4.2020
Þingskjal 1966 | 17.8.2020
Þingskjal 1978 | 30.6.2020

Umsagnir