Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að ekki verði skortur hér á landi á nauðsynlegum persónuhlífum fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að hefta eins og kostur er útbreiðslu COVID-19-sjúkdómsins og til að takast á við afleiðingar af frekari útbreiðslu sjúkdómsins.
Helstu breytingar og nýjungar: Í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi vegna útbreiðslu COVID-19-sjúkdómsins er í frumvarpinu gert ráð fyrir að Vinnueftirlit ríkisins geti heimilað innflutning á persónuhlífum til nota í tengslum við heilbrigðisstarfsemi, þ.m.t. sóttvarnir, þrátt fyrir að búnaðurinn sé ekki CE-merktur. Gert er ráð fyrir að heimild Vinnueftirlitsins til að heimila slíkan innflutning sé háð því skilyrði að rökstudd beiðni komi frá heilbrigðisyfirvöldum eða frá forsvarsmönnum starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna um innflutninginn. Þrátt fyrir framangreint er gert ráð fyrir að í umræddu ákvæði til bráðabirgða verði kveðið á um að innflytjendur þeirra persónuhlífa sem um ræðir tryggi að hlífarnar uppfylli viðurkenndar öryggis- og heilbrigðiskröfur, svo sem viðeigandi staðla, enda þótt þær séu ekki CE-merktar.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.
Kostnaður og tekjur:
Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjárhagsáhrif á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með breytingu til að árétta að innfluttar persónuhlífar, sem eru ekki CE-merktar, eru einnig til nota fyrir viðbragðsaðila vegna útbreiðslu COVID-19.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Atvinnuvegir: Viðskipti