Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja lagagrundvöll fyrir heimild opinberra aðila til að færa starfsmenn til í starfi á hættustundu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tryggt verði svigrúm opinberra aðila til að færa starfsmenn milli starfa til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu. Með því móti yrði hægt að fara fram á breytingu á starfsskyldum og starfsstöðvum viðkomandi starfsmanna eftir þörfum.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um almannavarnir, nr. 82/2008.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Heimild opinberra aðila til að fela starfsfólki að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu mun falla úr gildi 1. janúar 2021. Opinberum aðilum verður heimilað að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og til annarra opinberra aðila í þágu almannavarna á hættustundu. Undanþegnir skyldu ákvæðisins verða starfsmenn sé heilsufari þeirra, eða annarra einstaklinga sem þeir bera ábyrgð á, svo háttað að öryggi þeirra og heilsu sé stefnt í sérstaka hættu með því að fela þeim að gegna slíkum störfum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit