Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 43 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að draga úr tjóni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfarið.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir nú í atvinnulífi og efnahag landsins eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar (SARS-CoV-2) sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Að auki eru lagðar til breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að því er varðar tímabundna heimild til úttektar á séreignarsparnaði. Þá er lagt til að lögum um ríkisábyrgðir og Seðlabanka Íslands verði breytt vegna ábyrgðar til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði 8.430 milljónir kr. á árinu 2020, 7.950 milljónir kr. á árinu 2021, 3.600 milljónir kr. á árinu 2022 og 1.900 milljónir kr. á árinu 2023.
Aðrar upplýsingar: Samþykkt ríkisstjórnarinnar 10. mars 2020 um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum af völdum kórónufaraldursins.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti