Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

667 | Tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví

150. þing | 13.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, svo sem veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við. Með því er stefnt að því að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að sæta sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Frumvarpið er í anda yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 5. mars 2020 um samkomulag um aðgerðir til að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirusýkingarinnar.

Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir því að heimilt verði að greiða úr ríkissjóði launakostnað vegna launamanna og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem ekki hafa getað sótt vinnu sökum þess að þeir hafa verið í sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á tímabilinu 1. febrúar til og með 30. apríl 2020. Hámarks mánaðarleg launagreiðsla fyrir hvern einstakling er kr. 633.000 og hámarksgreiðsla á dag kr. 21.100.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Forsendur til að meta kostnað ríkissjóðs vegna ráðstafana sem frumvarpið gerir ráð fyrir eru veikar meðan enn er óljóst hversu mikil brögð verða að því að launafólki verði gert að fara í sóttkví vegna COVID-19 faraldursins en gert er ráð fyrir að verði frumvarpið óbreytt að lögum geti útgjaldaauki ríkissjóðs orðið 600 til 700 milljónir kr. Þar að auki er gert ráð fyrir að kostnaður vegna umsýslu Vinnumálastofnunar við þróun hugbúnaðar gæti numið 25 milljónum kr. auk þess sem gert er ráð fyrir stofnunin þurfi að bæta við þremur stöðugildum.

Aðrar upplýsingar: Yfirlýsing ríkisstjórnar, SA og ASÍ um laun í sóttkví, 5. mars 2020.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þeim helstum: að gildissvið frumvarpsins var útvíkkað þannig að það nái til þeirra tilvika þegar foreldri eða forráðamaður þarf að annast barn undir 13 ára aldri eða barn undir 18 ára aldri, sem þiggur þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, vegna þess að það er í sóttkví án þess að vera sýkt og foreldri eða forráðamaður getur af þeim sökum ekki sinnt vinnuskyldu sinni að öllu leyti eða að hluta; og að réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga hvað varðar viðmið fjárhæðar greiðslna verði sambærilegur við rétt launamanna og því verði miðað við mánaðarlegar meðaltekjur hans í stað 80%.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1131 | 13.3.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1155 | 19.3.2020
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1156 | 19.3.2020
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1170 | 23.3.2020
Þingskjal 1174 | 20.3.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 18.3.2020
BSRB (umsögn)
17.3.2020