Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

666 | Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða

150. þing | 13.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja framfærslu aldraðra einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að einstaklingar, sem búsettir eru hér á landi og hafa annaðhvort alls engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum, öðlist rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur að hámarki numið 90% fulls ellilífeyris almannatrygginga. Breytingin tekur til einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta búsetu og lögheimili á Íslandi og dvelja hér varanlega. Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða skal hann hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur:

Kostnaðarmat fylgdi ekki frumvarpinu en velferðarnefnd barst það siðar frá félagsmálaráðuneytinu.

Miðað er við að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins geti orðið allt að 530 milljónir kr. Þar sem gert er ráð fyrir því að lögin taki gildi 1. júlí 2020 gerir ráðuneytið ráð fyrir því að kostnaður yfirstandandi árs verði um 280 milljónir kr. auk um 30 milljóna kr. innleiðingarkostnaðar.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla starfshóps um kjör aldraðra.

Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum en þeirri helstri að þeir sem hafa rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi voru felldir undir gildissvið laganna.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 1130 | 13.3.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1836 | 24.6.2020
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1912 | 30.6.2020
Þingskjal 1930 | 29.6.2020
Þingskjal 1950 | 29.6.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 15.4.2020
Velferðarnefnd | 8.4.2020
Háskóli Íslands (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.4.2020
Mosfellsbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 8.4.2020
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Velferðarnefnd | 21.4.2020
Útlendingastofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 8.4.2020