Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að styrkja framfærslu aldraðra einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að einstaklingar, sem búsettir eru hér á landi og hafa annaðhvort alls engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum, öðlist rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur að hámarki numið 90% fulls ellilífeyris almannatrygginga. Breytingin tekur til einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta búsetu og lögheimili á Íslandi og dvelja hér varanlega. Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða skal hann hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum en þeirri helstri að þeir sem hafa rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi voru felldir undir gildissvið laganna.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál