Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

665 | Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð)

150. þing | 13.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lengja gildistíma 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis 9 í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, til ársloka 2020. Bráðabirgðaákvæðið veitir heimild til að víkja frá vinnutímareglum laga nr. 46/1980 við gerð samninga við starfsmenn sem starfa við notendastýrða persónulega aðstoð.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengd verði til ársloka 2020 heimild til að víkja tímabundið frá ákvæðum um vinnutímalengd í lögum nr. 46/1980 þegar gerðir eru samningar við starfsmenn sem starfa við notendastýrða persónulega aðstoð. Niðurstöður könnunar á framkvæmd þjónustu sem veitt er á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sem gerð verður árið 2020, verða nýttar til að meta framkvæmdina og gera tillögur um framtíðartilhögun hennar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 1129 | 13.3.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1749 | 20.6.2020
Þingskjal 1911 | 29.6.2020
Þingskjal 1949 | 29.6.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 14.5.2020
BSRB (umsögn)