Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

659 | Staðgreiðsla opinberra gjalda og tryggingagjald (frestun gjalddaga)

150. þing | 12.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að veita fyrirtækjum, sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls, svigrúm til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gjalddaga helmings þeirrar staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds, samkvæmt lögum nr. 45/1987 og lögum nr. 113/1990, sem er á gjalddaga 1. mars 2020, verði frestað um mánuð (til 1. apríl) og eindagi verði 14 dögum eftir það. Um tímabundna og almenna einskiptisaðgerð er að ræða og því er lagt til að við áðurnefnd lög bætist ný ákvæði til bráðabirgða.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir því að þær lagabreytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu hafi í för með sér seinkun á tekjum ríkissjóðs að fjárhæð 22 milljörðum kr.

Aðrar upplýsingar: Samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. mars 2020 um að beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar tæknilegum breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1119 | 12.3.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1124 | 13.3.2020
Þingskjal 1125 | 13.3.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1126 | 17.3.2020
Þingskjal 1127 | 13.3.2020