Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: SE | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (5.5.2020)
Markmið: Að leggja traustari grunn undir niðurstöður opinberra aðila um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einstaklinga og lögaðila sem þær lúta að frekari vernd.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á upplýsingalögum í því skyni að bæta og skýra réttarstöðu þriðja aðila, þ.e. þess sem getur átt hagsmuna að gæta af því að veittur verði aðgangur að tilteknum upplýsingum. Lagt er til að kveðið verði á um skyldu stjórnvalda til að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar upplýsinga sem varða hann áður en ákvörðun er tekin nema það sé bersýnilega óþarft. Þá er lagt til það nýmæli að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði gert skylt að birta þriðja aðila úrskurð þegar fallist er á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem varða hann. Að auki er lagt til að þriðja aðila verði leyft að krefjast þess að réttaráhrifum slíks úrskurðar verði frestað.
Breytingar á lögum og tengd mál: Upplýsingalög, nr. 140/2012.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti