Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

612 | Íslensk landshöfuðlén

150. þing | 2.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (24.3.2020)

Samantekt

Markmið:

Að stuðla að öruggum, hagkvæmum og skilvirkum aðgangi að íslenskum landshöfuðlénum og styrkja tengsl þeirra við Ísland, með því að kveða á um örugga, gagnsæja og skilvirka umsýslu þeirra. Skráning íslenskra höfuðléna verði innan íslenskrar lögsögu og íslensk stjórnvöld hafi tækifæri til að grípa í taumana ef hættuástand skapast eða misnotkun á sér stað.

Helstu breytingar og nýjungar: Verði frumvarpið að lögum taka gildi allvíðtæk lög um íslensk landshöfuðlén. Ekki hafa verið í gildi sérstök lög um landshöfuðlén til þessa þótt þau hafi verið í notkun um langt árabil. Lagt er til að settar verði skýrar lágmarksreglur um skráningu léna undir landshöfuðsléninu .is og skráningarstofu þess.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

ISNIC – lénaskrá Íslands.






DENIC – lénaskrá Þýskalands.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om internetdomæner (Domæneloven)  LBK nr 164 af 26/02/2014.

Finnland
Lag om tjänster inom elektronisk kommunikation  7.11.2014/917.

Noregur
Forskrift om domenenavn under norske landkodetoppdomener (domeneforskriften)  FOR-2003-08-01-990.

Svíþjóð
Lag om nationella toppdomäner för Sverige på internet  (2006:24).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1031 | 2.3.2020

Umsagnir