Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

611 | Náttúruvernd (óbyggt víðerni)

150. þing | 2.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að leiðrétta skilgreiningu á hugtakinu óbyggt víðerni.

Helstu breytingar og nýjungar: Í stað þess að í 19. tölul., 5. gr. laga um náttúruvernd sé þess krafist að óbyggt víðerni sé í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum verður gert ráð fyrir að þessarar fjarlægðar verði að jafnaði krafist verði frumvarpið að lögum. Með þessari breytingu yrði skilgreiningin á óbyggðu víðerni færð til samræmis við þann tilgang sem stefnt var að í lagafrumvarpinu sem varð að lögum nr. 60/2013 og bætt úr mistökum sem urðu við meðferð þess.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Kostnaður og tekjur:

Lagabreytingin, sem lögð er til, mun ekki hafa áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1030 | 2.3.2020
Þingskjal 1431 | 18.5.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1470 | 20.5.2020

Umsagnir

Landvernd (umsögn)