Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að samræma hámark þess magns matvæla sem ferðamenn geta haft með sér inn í landið án þess að greiða af þeim toll við ákvæði í tveimur Evrópusambandsreglugerðum, heimila að miðað verði við vikugengi í stað daggengis þegar tollafgreiðslugengi er ákvarðað, innleiða rafræn skil á aðflutningsskýrslum fyrir alla innflytjendur og enn fremur að setja reglur um að jafnræðis skuli gætt við innkaup á áfengi til endursölu í fríhafnarverslunum sem eru í meirihlutaeigu opinberra aðila.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Tollalög, nr. 88/2005.
Kostnaður og tekjur: Ekki er talið að lagabreytingarnar sem í frumvarpinu felast hafi teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.
Aðrar upplýsingar: Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 28. nóvember 2018.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti