Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

609 | Tollalög (rafræn afgreiðsla o.fl.)

150. þing | 2.3.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að samræma hámark þess magns matvæla sem ferðamenn geta haft með sér inn í landið án þess að greiða af þeim toll við ákvæði í tveimur Evrópusambandsreglugerðum, heimila að miðað verði við vikugengi í stað daggengis þegar tollafgreiðslugengi er ákvarðað, innleiða rafræn skil á aðflutningsskýrslum fyrir alla innflytjendur og enn fremur að setja reglur um að jafnræðis skuli gætt við innkaup á áfengi til endursölu í fríhafnarverslunum sem eru í meirihlutaeigu opinberra aðila.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að hámarksþyngd matvæla, sem ferðamönnum er heimilt að hafa með sér án tollgreiðslu, verði 10 kg í stað þriggja kg áður. Þá er lagt til að vikugengi verði lagt til grundvallar tollafgreiðslugengi í stað daggengis. Ætti þetta að auðvelda afgreiðslu hraðsendinga og draga úr töfum við tollafgreiðslu. Verði frumvarpið að lögum mun öllum innflytjendum verða skylt að skila rafrænum aðflutningsskýrslum. Þó verður aðilum sem ekki eru á virðisaukaskattsskrá heimilt að skila alls 12 skriflegum aðflutningsskýrslum árlega. Gert er ráð fyrir að ráðherra verði skylt að setja reglur um vöruval og innkaup á áfengi sem selt er í tollfrjálsri verslun í meirhlutaeigu opinbers aðila. Með þessu er brugðist við áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 28. nóvember 2018 vegna skorts á gagnsæi og jafnræði milli heildsala við vöruval og markaðssetningu á áfengi sem selt er í Fríhöfninni ehf.

Breytingar á lögum og tengd mál: Tollalög, nr. 88/2005.

Kostnaður og tekjur: Ekki er talið að lagabreytingarnar sem í frumvarpinu felast hafi teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.

Aðrar upplýsingar: Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 28. nóvember 2018.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1028 | 2.3.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1682 | 11.6.2020
Þingskjal 1705 | 15.6.2020
Þingskjal 1712 | 15.6.2020

Umsagnir

Dista ehf. (athugasemd)
Dista ehf. (athugasemd)
Dista ehf. (athugasemd)
ISAVIA (minnisblað)