Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

608 | Innflutningur dýra (sóttvarna- og einangrunarstöðvar)

150. þing | 28.2.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja að Matvælastofnun hafi fullnægjandi úrræði til að framfylgja lögbundnum skyldum sínum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gefinn verði kostur á því að dýr séu send úr landi ef þau eru m.a. flutt inn án heimildar í stað þess að þeim sé tafarlaust lógað eins og gildandi lög kveða á um. Einnig er lagt til að kveðið verði skýrar á um starfsemi sóttvarna- og einangrunarstöðva. Þá er lagt til að heimildir Matvælastofnunar verði skýrðar nánar í þeim tilfellum þegar upp kemur alvarlegur smitsjúkdómur, óeðlileg eða óútskýrð afföll eða rökstuddur grunur um smitsjúkdóm í sóttvarna- eða einangrunarstöð og skyldur rekstraraðila þeirra til að hlíta fyrirmælum stofnunarinnar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um innflutning dýra, nr. 54/1990.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 1023 | 28.2.2020
Þingskjal 1363 | 11.5.2020
Þingskjal 1407 | 20.5.2020
Þingskjal 1633 | 5.6.2020
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1658 | 9.6.2020

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 16.3.2020
Matvælastofnun (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 18.3.2020
Skatturinn (umsögn)