Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að ljúka við innleiðingu fasteignalánatilskipunar ESB. Að gera neytendum kleift að taka annars vegar fasteignalán til kaupa á fasteign hér á landi og hins vegar neytendalán þó svo að tekjur þeirra séu í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu.
Helstu breytingar og nýjungar: Breytingar sem lagðar eru til á bæði fasteignalánalögum og neytendalánalögum: Lagt er til að réttur neytanda til að breyta eftirstöðvum láns, sem tengist erlendum gjaldmiðlum, í lán, sem tengist ekki erlendum gjaldmiðlum, eigi ekki við þegar lánsfjárhæð og veð, sem sett er til tryggingar láninu, t.d. í íbúðarhúsnæði, eru bæði í sama gjaldmiðli, s.s. íslenskum krónum. Lagt er til að lánveitanda verði heimilt í samningi að takmarka breytirétt neytanda við einn eða fleiri gjaldmiðla í þeim tilvikum sem fleiri en einn kemur til greina m.t.t. aðstæðna neytanda við lántöku.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB frá 4. febrúar 2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum vegna orðalags og lagatæknilegra atriða.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti