Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

596 | Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi (tegundir eldsneytis, gagnaskil)

150. þing | 20.2.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1513 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og um breytingu á tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Verði frumvarpið að lögum verður heimilt að telja endurnýjanlegt eldsneyti, sem unnið er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangsefnum og ekki er unnt að nýta til manneldis eða sem dýrafóður, tvöfalt á við sama magn annars endurnýjanlegs eldsneytis í bókhaldi yfir orkugildi eldsneytis sem notað er í samgöngum hér á landi en krafa er gerð um að a.m.k. 5% þess sé endurnýjanlegt eldsneyti. Lagt er til að felld verði niður krafan um að fari hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í eldsneytisblöndu yfir 10% af rúmmáli skuli tilgreina það með skýrum hætti á sölustað. Lagt er til að frestur söluaðila til að gera Orkustofnun grein fyrir magni og hlutfalli endurnýjanlegs eldsneytis, sem þeir selja til samgangna á landi á hverju almanaksári, verði lengdur um einn mánuð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á Íslandi, nr. 40/2013.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1513 frá 9. september 2015 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og um breytingu á tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi 2018. Orkustofnun, júní 2019.

Þingsályktun um aðgerðaáætlun um orkuskipti, nr. 18/146.

Afgreiðsla: Samþykkt með breytingu á fyrirsögn frumvarpsins.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 985 | 20.2.2020
Þingskjal 1320 | 5.5.2020
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1379 | 12.5.2020
Þingskjal 1404 | 12.5.2020

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 11.3.2020
N1 hf. (umsögn)