Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að takmarka eins og frekast er unnt áhrif hagsmunaárekstra á störf æðstu handhafa framkvæmdavalds sem starfa innan Stjórnarráðs Íslands með skýrari reglum um skráningu hagsmuna og hagsmunaárekstra fyrrgreindra aðila. Með þessu móti yrði stuðlað að opnari stjórnsýslu, gagnsæi og trausti í samræmi við markmið þar um í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017.
Helstu breytingar og nýjungar: Auk þess að taka til æðstu handhafa framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands og aðstoðarmanna þeirra er í frumvarpinu gert ráð fyrir reglum um samskipti hagsmunavarða og stjórnvalda. Lagðar eru til nýjar reglur sem taka til ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og sendiherra og fjalla um hagsmunaskráningu og gjafir, samskipti við hagsmunaverði, aukastörf, starfsval að loknum opinberum störfum og eftirlit með því að farið verði eftir hinum nýju lagaákvæðum sem taka gildi verði frumvarpið að lögum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð vegna kynningar og fræðslu um efni frumvarpsins. Einnig kann einhver kostnaður að falla til vegna eftirlits sem greinar frumvarpsins kalla á.
Aðrar upplýsingar:
Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Skýrsla starfshóps forsætisráðherra. September 2018.
Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis. Nóvember 2017.
19th General Activity Report (2018) of the Group of States against Corruption (GRECO). Evrópuráðið, júní 2019.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, þ.á.m. þeim að sett voru strangari og skýrari viðmið vegna tilkynningarskyldu um gjafir, hlunnindi eða fríðindi, gert var skylt að birta upplýsingar um hagsmuni, gjafir og önnur fríðindi aðstoðarmanna ráðherra og ráðherra var veitt heimild til að birta slíkar upplýsingar um skrifstofustjóra og sendiherra í undantekningartilvikum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál