Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

468 | Fjöleignarhús (hleðslubúnaður fyrir rafbíla)

150. þing | 11.12.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að breyta lögum um fjöleignarhús þannig að unnt verði að koma fyrir í fjöleignarhúsum hleðslubúnaði fyrir rafknúnar bifreiðar. Með þessu verður stuðlað að rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Verði frumvarpið að lögum ber húsfélagi skylda til að bregðast við beiðni eiganda í fjöleignarhúsi um að komið verði upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla við eða á bílastæði á lóð fjöleignarhússins með því að láta gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fyrir slíkan búnað og hvað til þurfi til að mæta áætlaðri þörf. Lagt er til að ekki þurfi samþykki annarra eigenda fyrir uppsetningu hleðslubúnaðar við eða á bílastæði á lóð fjöleignarhúss nema það verði til þess að meira en helmingur sameiginlegra og óskiptra bílastæða verði einungis til nota við hleðslu rafknúinna bíla. Þá eru lagðar til reglur um skiptingu kostnaðar vegna uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir rafknúna bíla. Er gert ráð fyrir því að kostnaður verði sérkostnaður eiganda að því marki sem um séreign viðkomandi er að ræða en sameiginlegur öllum sem rétt hafa til að nota bílastæðið þegar um sameign er að ræða. Enn fremur er lagt til að húsfélög fái heimild til að krefjast hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar frá þeim eigendum sem nýta hleðslubúnað fyrir rafbíla.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Álit kærunefndar húsamála í máli nr. 90/2018.


Innviðir fyrir orkuskipti. Tillögur starfshóps um aðgerðir. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, maí 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum, sem voru að mestu leyti tæknilegar.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir

Þingskjöl

Þingskjal 682 | 11.12.2019
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1484 | 25.5.2020
Þingskjal 1559 | 5.6.2020
Þingskjal 1635 | 8.6.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1636 | 8.6.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Friðriksson
Þingskjal 1656 | 9.6.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 7.2.2020
Árni Davíðsson (umsögn)
Velferðarnefnd | 17.2.2020