Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

457 | Málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)

150. þing | 6.12.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 2 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að lögfesta ný verkefni Fjölmenningarseturs sem því er ætlað að framkvæma vegna nýrrar samræmdrar móttöku flóttafólks.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks, t.d. með útgáfu leiðbeininga um gerð einstaklingsmiðaðra áætlana, gátlista, reglulegri upplýsingamiðlun og stuðningi í erfiðum eða flóknum einstaklingsmálum, auk þess sem stofnuninni er falið að halda fræðslufundi. Þá er gert ráð fyrir að Fjölmenningarsetri verði falið að halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu byggt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja og m.t.t. ákveðinna þátta, s.s. möguleika á námi, aðgangi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, atvinnutækifæra og samgangna. Með frumvarpinu verður lögð til heimild fyrir Fjölmenningarsetur til að vinna með persónuupplýsingar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um málefni innflytjenda, nr. 116/2012.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins muni líklega fela í sér hækkun á árlegum rekstrarkostnaði Fjölmenningarseturs um 19,4 milljónir kr. en auk þess er gert ráð fyrir einskiptiskostnaði að fjárhæð 1,2 milljónir kr.

Aðrar upplýsingar: Samræmd móttaka flóttafólks. Skýrsla nefndar. Félagsmálaráðuneytið, janúar 2019.



Fjölmenningarsetur.

Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 644 | 6.12.2019
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1684 | 16.6.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 18.2.2020
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.2.2020
Reykjanesbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.2.2020
Útlendingastofnun (umsögn)