Markmið: Að eyða réttaróvissu og gera löggjöf á sviði skattamála skýra.
                    
                    
                        Helstu breytingar og nýjungar: 
Lagðar eru til ýmsar nauðsynlegar leiðréttingar og breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Hér er m.a. um að ræða breytingar á ákvæðum tekjuskattslaga um frádráttarheimild erlendra sérfræðinga, leiðréttingar á tilvísunum til annarra laga, álagningu lögaðila, kærufresti o.fl.
                    
                    
                        Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 
45/1987.
Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 
23/2013.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 
50/1988.
Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 
29/1993.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 
88/1991.
 
                    
                    
                        Kostnaður og tekjur: 
Ekki er gott að áætla hver áhrif breytingatillögu um frádráttarbærni vaxtagjalda vegna blandaðra fjármálagerninga verður á tekjur ríkissjóðs. Þó má gera ráð fyrir því að einhver fyrirtæki nýti sér þennan valmöguleika og að ríkissjóður gæti orðið af um 300-1.000 milljónum kr. í tekjur árlega. Breytingartillaga vegna takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda hefur neikvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs en áhrif á afkomu ríkissjóðs eru ekki talin veruleg. Breytingartillaga sem felur í sér undanþágu aðila, sem bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi, frá staðgreiðslu af söluhagnaði af íslenskum hlutabréfum og stofnbréfum gæti leitt til um 60 milljóna kr. neikvæðra áhrifa á ríkissjóð í staðgreiðslu en gert er ráð fyrir því að samsvarandi fjárhæð skili sér við álagningu opinberra gjalda. Ekki er gert ráð fyrir því að aðrar lagabreytingar, sem lagðar eru til í frumvarpinu, muni hafa teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs verði frumvarpið óbreytt að lögum.
                    
                    
                        Aðrar upplýsingar: Úrskurður yfirskattanefndar frá 15. maí 2019, nr. 95/2019.
                    
                    
                    
                        Afgreiðsla: Samþykkt með þó nokkrum breytingum.
                    
                    
                    
                        Efnisflokkar:
                        
                            
                            Hagstjórn: Skattar og tollar
                        
                             | 
                            Atvinnuvegir: Viðskipti