Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

449 | Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar)

150. þing | 4.12.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda framkvæmd fjárhagslegs stuðnings ríkisins við þjóðkirkjuna á grundvelli eldri samninga milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Að stefna að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Hinn 6. september 2019 undirrituðu fulltrúar íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar viðbótarsamning um endurskoðun á samkomulagi milli sömu aðila um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 (kirkjujarðasamkomulagið) og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998. Meginbreyting viðbótarsamningsins er að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum, auk launagreiðslna til þeirra, frá 1. janúar 2020. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar til að uppfylla viðbótarsamninginn. Gert er ráð fyrir að biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar teljist ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Þá er gert ráð fyrir að ríkið hætti að greiða árleg laun tiltekins fjölda starfsfólks og tiltekið framlag í sjóði kirkjunnar og greiði þess í stað eina fjárhæð árlega til þjóðkirkjunnar vegna skuldbindinga á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins, sbr. viðbótarsamninginn.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997.

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um laun sóknarpresta, nr. 46/1907, og lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir fjárhagslegum áhrifum á ríkissjóð sem nokkru nemur.

Afgreiðsla: Samþykkt með smávægilegum breytingum sem voru tæknilegs eðlis.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan

Þingskjöl

Þingskjal 625 | 4.12.2019
Þingskjal 748 | 16.12.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 750 | 16.12.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 773 | 20.1.2020
Þingskjal 817 | 17.12.2019

Umsagnir

Vantrú (umsögn)