Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

448 | Breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga

150. þing | 4.12.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að fella brott úr lögum heimild samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir og breyta hæfisskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Verði frumvarpið að lögum fellur brott heimild samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir. Engin innlánsdeild samvinnufélags er starfandi nú og myndu lög á grundvelli frumvarpsins því ekki verða til þess að binda endi á slíka starfsemi. Verði frumvarpið að lögum breytast hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga og verða hin sömu og stjórnamanna og framkvæmdastjóra hlutafélaga og einkahlutafélaga.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um samvinnufélög, nr. 22/1991.
Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.
Lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999.
Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016.
Lög um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 624 | 4.12.2019
Þingskjal 1114 | 12.3.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1347 | 7.5.2020

Umsagnir