Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta lagaskilyrðum fyrir töku hálfs ellilífeyris frá 65 ára aldri. Breytingunum er ætlað að verða til þess að fjölga í þeim hópi einstaklinga á ellilífeyrisaldri sem geta átt kost á hálfum lífeyri úr almannatryggingum á móti hálfri lífeyrissjóðsgreiðslu úr lífeyrissjóði.
Helstu breytingar og nýjungar: Breytingarnar sem í frumvarpinu felast eru í þrennu lagi: 1) Felld verði niður krafa um að samanlagður lífeyrisréttur umsækjanda úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði og almannatryggingum jafngildi fullum ellilífeyri almannatrygginga; 2) hálfur lífeyrir verði tekjutengdur og sett verði almennt frítekjumark sem gildi um allar tekjur; og 3) það verði skilyrði fyrir heimild til töku hálfs lífeyris að lífeyrisþeginn sé á vinnumarkaði, að hámarki í 50% starfi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannatryggingar, nr.
Kostnaður og tekjur: Ekki liggur fyrir mat á áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál