Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum með því að innleiða nýjar og lengja núverandi tímabundnar skattaívilnanir vegna bifreiða, bifhjóla, léttra bifhjóla og reiðhjóla sem ganga fyrir vistvænni orku og vegna búnaðar til að hlaða rafgeyma rafknúinna bifreiða. Að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkun landsmanna vegna samgangna.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Kostnaður og tekjur: Frumvarpið hefur ekki í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð en óhjákvæmilega munu skattstyrkirnir sem það felur í sér leiða til tekjutaps hins opinbera. Ekki er lagt mat á það í frumvarpinu hversu mikið tekjutapið gæti orðið.
Aðrar upplýsingar:
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018–2030
Þingsályktun um aðgerðaáætlun um orkuskipti nr. 18/146
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þeim helstum að fjárhæðarmörk ívilnunar vegna tengiltvinnbifreiða lækka í nokkrum áföngum og gildistími hennar var framlengdur til 31. desember 2022. Einnig var hámarksfjöldi þeirra bíla sem notið geta ívilnunarinnar hækkaður í 15.000. Þá var hámark á fjölda þeirra innfluttu bifreiða í almenningsakstri sem nýta eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa hækkað í 120.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Samgöngumál: Samgöngur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti