Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

393 | Fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs)

150. þing | 21.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að tryggja börnum frekari samvistir við báða foreldra sína og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs annars vegar og fæðingarstyrks hins vegar verði lengdur um þrjá mánuði, eða í tólf mánuði, og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum. Er þannig gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar lengist um einn mánuð eða úr níu mánuðum í tíu mánuði. Síðan mun samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar lengjast um tvo mánuði til viðbótar og fer þá úr tíu mánuðum í tólf mánuði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.

Kostnaður og tekjur:

Áætlað er að heildarkostnaður við lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs um einn mánuð vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árið 2020 nemi um 1,7 milljörðum kr. sem skiptist á árin 2020 og 2021. Auk þess er áætlað að kostnaður vegna lengingar á rétti foreldra til fæðingarorlofs um tvo mánuði vegna barna sem fæðast eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar nemi um 3,2 milljörðum kr. sem skiptist á árin 2021 og 2022.

Aðrar upplýsingar:

Lífskjarasamningurinn 2019-2022 (kynning).

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að samanlagður réttur til fæðingarorlofs og réttur til fæðingarstyrks var lengdur í tíu mánuði en ekki tólf. Að auki var samþykkt bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um það að ráðherra skuli í október 2020 leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi og um skiptingu þess milli foreldra sem og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 529 | 21.11.2019
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 705 | 12.12.2019
Þingskjal 720 | 13.12.2019
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson
Þingskjal 778 | 16.12.2019
Þingskjal 783 | 17.12.2019
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson
Þingskjal 826 | 17.12.2019
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson
Þingskjal 829 | 17.12.2019

Umsagnir

Velferðarnefnd | 4.12.2019
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 2.12.2019
BSRB (umsögn)
Velferðarnefnd | 10.12.2019
Jafnréttisstofa (umsögn)