Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs annars vegar og fæðingarstyrks hins vegar verði lengdur um þrjá mánuði, eða í tólf mánuði, og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum. Er þannig gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar lengist um einn mánuð eða úr níu mánuðum í tíu mánuði. Síðan mun samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar lengjast um tvo mánuði til viðbótar og fer þá úr tíu mánuðum í tólf mánuði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að samanlagður réttur til fæðingarorlofs og réttur til fæðingarstyrks var lengdur í tíu mánuði en ekki tólf. Að auki var samþykkt bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um það að ráðherra skuli í október 2020 leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi og um skiptingu þess milli foreldra sem og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins