Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

391 | Tekjustofnar sveitarfélaga (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði)

150. þing | 21.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra á grundvelli laga, reglna og vinnureglna. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að festur sé í sessi sá skilningur að einungis úthlutaðar greiðslur til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga teljist vera tekjustofn sveitarfélaga í skilningi 78. gr. stjórnarskrárinnar. Eiga sveitarfélög þannig ekki rétt á jöfnum úthlutunum úr sjóðnum heldur fer úthlutun framlaga eftir úthlutunarreglum sjóðsins sem hafa það markmið að jafna útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar til að styrkja núgildandi heimildir Jöfnunarsjóðs til að styðja við sameiningar sveitarfélaga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á afkomu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 34/2018.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þeim helstum að felld voru brott bráðabirgðaákvæði er vörðuðu úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérstakra aðstæðna, annars vegar um framlög í tengslum við sameiningar sveitarfélaga og hins vegar um útfærslu á uppgjöri til sveitarfélaga í tengslum við dóm Hæstaréttar nr. 34/2018. Meiri hluti nefndarinnar taldi rétt að vísa þeim atriðum sem lögð voru til með bráðabirgðarákvæðunum til ríkisstjórnarinnar til frekari umræðu milli ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að um þessi atriði geti náðst samstaða svo að hægt verði að leggja þau fram á ný í frumvarpi.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 524 | 21.11.2019
Þingskjal 716 | 13.12.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 740 | 13.12.2019
Þingskjal 746 | 16.12.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 772 | 20.1.2020
Þingskjal 816 | 17.12.2019

Umsagnir