Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

390 | Lyfjalög

150. þing | 21.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu eða samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjónustu, auka fræðslu um lyfjanotkun, sporna við óhóflegri notkun og halda lyfjakostnaði í lágmarki.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á regluverki lyfjamála, m.a. vegna breytinga sem orðið hafa á íslensku heilbrigðiskerfi síðan núgildandi lög tóku gildi sem og vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Lagt er til að 27 ESB-gerðir (tilskipanir og reglugerðir) verði innleiddar í íslenskan rétt. Gert er ráð fyrir að lyfjagreiðslunefnd verði lögð niður og verkefni hennar flutt til Lyfjastofnunar og Landspítala. Þá er gert ráð fyrir að ábyrgð lækna, tannlækna og dýralækna vegna undanþágulyfja verði skýrð. Lagt er til að heimildir lyfjabúða til að veita afslátt af greiðsluþátttökuverði verði skýrðar. Einnig eru lagðar til breytingar á umboði og verkefnum lyfjanefndar Landspítala, m.a. til að færa betur saman faglega og fjárhagslega ábyrgð vegna innleiðingar og notkunar nýrra lyfja í heilbrigðisþjónustunni. Þá er gert ráð fyrir að stofnuð verði lyfjanefnd hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem vinni að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja á öllum heilsugæslustöðvum og dvalar- og hjúkrunarheimilum. Lagt er til að gagnagrunnur á sviði lyfjamála verði færður til betri vegar og „stoðskrá lyfja“ skilgreind. Einnig er lagt til að heilbrigðisstarfsmenn verði skyldaðir til að tilkynna aukaverkanir lyfja. Gert er ráð fyrir að dýralæknar þurfi að sækja um sérstakt leyfi til að selja lyf sem ætlunin er að nota handa dýrum. Þá er lagt til að lyfjaauglýsingar verði almennt heimilar með undantekningum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lyfjalög, nr. 93/1994, og lyfsölulög, nr. 30/1963. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, sóttvarnalögum, nr. 19/1997, og lögum um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði um 44 milljónir kr.

Aðrar upplýsingar: Lög á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af lov om lægemidler  LBK nr 99 af 16/01/2018.

Finnland
Läkemedelslag  10.4.1987/395.

Noregur
Lov om legemidler m.v. (legemiddelloven)  LOV-1992-12-04-132.

Svíþjóð
Läkemedelslag  (2015:315).

Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 523 | 21.11.2019
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1721 | 16.6.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1722 | 16.6.2020
Þingskjal 1733 | 16.6.2020
Þingskjal 1750 | 20.6.2020
Þingskjal 1856 | 25.6.2020
Þingskjal 1909 | 17.8.2020
Þingskjal 1922 | 29.6.2020
Flutningsmenn: Ólafur Þór Gunnarsson
Þingskjal 1947 | 29.6.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 13.1.2020
Velferðarnefnd | 13.1.2020
Velferðarnefnd | 13.1.2020
Félag læknanema (umsögn)
Velferðarnefnd | 13.1.2020
Florealis ehf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.4.2020
Velferðarnefnd | 9.1.2020
Landspítalinn (umsögn)
Velferðarnefnd | 30.1.2020
Lyfjastofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 21.1.2020
Velferðarnefnd | 5.2.2020
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 10.1.2020
Pharmarctica ehf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 10.3.2020
Pharmarctica ehf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.1.2020
Velferðarnefnd | 14.1.2020
Tollstjóri (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.1.2020
Vistor hf. (umsögn)