Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu eða samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjónustu, auka fræðslu um lyfjanotkun, sporna við óhóflegri notkun og halda lyfjakostnaði í lágmarki.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lyfjalög, nr. 93/1994, og lyfsölulög, nr. 30/1963. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, sóttvarnalögum, nr. 19/1997, og lögum um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði um 44 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar: Lög á Norðurlöndum
Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Atvinnuvegir: Viðskipti