Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða tilskipun ESB nr. 2013/55 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“). Markmiðið með innleiðingu gerðarinnar er að tryggja íslenskum þegnum sem og öðrum EES-borgurum sama rétt og öðrum á Evrópska efnahagssvæðinu til starfa þar sem krafist er faglegrar menntunar og að þeir njóti góðs af þeim nýmælum sem tilskipunin felur í sér.
Helstu breytingar og nýjungar: Með samþykkt frumvarpsins yrði innleidd tilskipun ESB nr. 2013/55 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“). Lagt er til að EES-borgarar geti sótt um evrópskt fagskírteini til þess að stunda starf sitt í öðru EES-ríki til auðvelda frjálsa för starfsmanna og viðurkenningu faglegrar menntunar yfir landamæri. Einnig er kveðið á um heimild til að veita takmarkaða viðurkenningu til starfa, uppsetningu þjónustumiðju fyrir lögverndaðar starfsgreinar, samræmdar menntunarkröfur og lokapróf, viðurkenningu vinnustaðanáms yfir landamæri og rýni á þörfinni fyrir lögverndun.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010.
Kostnaður og tekjur: Búast má við auknum kostnaði tilgreindra stjórnvalda vegna útgáfu evrópska fagskírteinisins og eftirlits með fagmenntuðum einstaklingum sem sætt hafa agaviðurlögum. Talið er að sá kostnaður geti numið allt að 25 milljónum kr. og verður honum mætt með viðbót við fjárhagsramma embættis landlæknis.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/55/ESB frá 20. nóvember 2013 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 um samvinnu á sviði stjórnsýslu fyrir tilstilli upplýsingakerfisins fyrir innri markaðinn („reglugerðin um IM-upplýsingakerfið“).
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar orðalagsbreytingum til lagfæringar og leiðréttingar.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál