Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að stuðla að auknum ábata neytenda og aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur auk þess að gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Búvörulög, nr. 99/1993.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að lögfesting frumvarpsins muni hafa í för með sér veruleg áhrif á útgjöld ríkissjóðs. Gróflega áætlað gæti frumvarpið haft í för með sér 240-590 milljóna kr. lækkun á tekjum ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Tillögur starfshóps um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara. 2018.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. T.a.m. er ráðherra gert skylt að endurskoða bæði vörur og tímabil úthlutunar á tveggja ára fresti og við það endurmat verði m.a. litið til þróunar á innlendri framleiðslu og innanlandsneyslu. Þá var viðbótartollkvóti fyrir svínasíður felldur brott og gerðar voru breytingar á tímabilum opnunar á blómkáli, hvítkáli, gulrótum, næpum, rauðkáli, kínakáli, selju og spergilkáli. Samþykkt var bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að ráðherra skuli skipa starfshóp sem falið verði að fylgjast með þróun tollverndar vegna þeirra breytinga sem frumvarpið felur í sér.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti