Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að ráðherra, sem fer með fjármál ríkisins, fari með stjórn ÍL-sjóðs og úrvinnslu og uppgjör eigna og skulda sjóðsins til þess að draga úr áhættu og kostnaði ríkissjóðs sem tilkominn er vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda sjóðsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Áhrif frumvarpsins á ríkissjóð ráðast af því að hversu miklu leyti ÍL-sjóði tekst að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs af sjóðnum. Í frumvarpi til fjárlaga 2020 kemur fram að mikið misvægi sé á bókfærðu virði eigna og skulda sjóðsins eða sem nemi um 200 milljörðum kr. um mitt ár 2019. Sú upphæð endurspeglar væntanlegan kostnað ríkissjóðs af því að gera upp eignir og skuldir sjóðsins á þeim tímapunkti. Rúm lausafjárstaða sjóðsins og langur líftími skuldbindinganna gerir það að verkum að öðru óbreyttu að ríkissjóður muni ekki þurfa að leggja sjóðnum til lausafé fyrr en um miðjan fjórða áratug þessarar aldar.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. M.a. var sett ákvæði um skyldu ráðherra, en ekki einungis heimild, til að setja reglugerð þar sem m.a. komi fram áhættuvilji og áhættustýring ÍL-sjóðs ásamt fleiri atriðum. Að auki er ráðherra gert skylt, en ekki einungis heimilað, að skipa verkefnisstjórn til ráðgjafar um starfsemi sjóðsins og að stjórnarmenn skuli skipaðir til þriggja ára í senn að hámarki.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti